Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík og Njarðvík/Grindavík bæði með bikartitla í dag
Laugardagur 26. febrúar 2011 kl. 15:54

Keflavík og Njarðvík/Grindavík bæði með bikartitla í dag

Keflvíkingar urðu fyrr í dag bikarmeistarar í 10. flokki kvenna eftir 76-50 sigur á grönnum sínum úr Njarðvík en Keflvíkingar fóru á kostum í fjórða og síðasta leikhluta og unnu hann 32-15. Sara R. Hinriksdóttir var valin besti maður leiksins en hún gerði 32 stig, tók 11 fráköst, stal 5 boltum og gaf 3 stoðsendingar í liði Keflavíkur. Nánari umfjöllun um leikinn má sjá hér á karfan.is.

Síðar um daginn tók lið Njarðvíkur/Grindavíkur á móti KR í 11. flokki drengja. Sá leikur var æsispennandi og glæsilegur endasprettur Suðurnesjamanna skilaði að lokum sigri, 77 - 72. Atkvæðamestir hjá okkar mönnum voru Maciej Baginski með 23 stig og 12 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson fór mikinn á lokakaflanum og var með 19 stig og 10 fráköst í leiknum. Jens Óskarsson var svo með 17 stig 8 fráköst og hvorki meira né minna en 7 varin skot.

Mynd: Karfan.is/ Jón Björn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024