Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík og Njarðvík mætast í undanúrslitum
Fimmtudagur 1. apríl 2010 kl. 21:48

Keflavík og Njarðvík mætast í undanúrslitum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024




Það verða erkifjendurnir úr Keflavík og Njarðvík sem munu mætast í undanúrslitum Iceland Express deildar karla, en það varð ljóst í kvöld þegar Njarðvíkingar sigruðu Stjörnuna í Garðabænum 72-88 og Keflavík valtaði yfir Tindastól 107-78 í Toyotahöllinni. Hin tvö liðin sem mætast í undanúrslitunum eru KR og Snæfell.

Það var lítil spenna í leik Keflavíkur og Tindastóls í Toyotahöllinni í kvöld. Leikurinn fór rólega af stað og skiptust liðin á að hafa yfirhöndina. Þegar flautað var af í fyrsta leikhluta voru Keflvíkingar með þriggja stiga forskot. Í öðrum leikhluta fór að draga í sundur með liðunum, Keflvíkingarnir voru augljóslega miklu grimmari og áttu Skagfirðingarnir erfitt með að svara fyrir sig. Staðan í hálfleik var 49-35 Keflvíkingum í vil. Eftir hlé héldu Keflvíkingar áfram að auka forskot sitt jafnt og þétt á meðan lítið gerðist í leik Tindastóls. Þegar liðið var á miðjan fjórða leikhluta var öllum orðið ljóst hverjir væru á leiðinni áfram, enda voru Keflvíkingar þá komnir með 36 stiga forystu. Á lokamínútunum reyndi Tindastóll að klóra í bakkann en það gekk lítið. Lokatölur 107-78 og Keflvíkingar komnir í undanúrslit. Atkvæðamestir hjá Keflavík voru Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 21 stig og 6 fráköst, Uruele Igbavboa með 18 stig og 6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson með 16 stig og 10 stoðsendingar og Draelon Burns með 14 stig og 8 fráköst.

Í Ásgarði í Garðabæ mættust Njarðvíkingar og Stjörnumenn í mun jafnari leik þar sem Magnús Þór Gunnarsson var sjóðheitur fyrir utan þriggja stiga línuna, en hann setti meðal annars niður fjóra þrista í fjórða leikhluta. Leikurinn var nokkuð spennandi framan af en gestirnir úr Njarðvík sigu fram úr í þriðja leikhluta og tóku yfirhöndina. Stigahæstir í liði Njarðvíkinga voru Magnús Þór, Jóhann Árni og Friðrik Stefáns með 20 stig, en sá síðastnefndi var einnig með 9 fráköst. Nick Bradford skilaði 13 stigum.






VF-myndir/Sölvi Logason