Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík og Njarðvík á góðri siglingu í Subway-deild kvenna
Agnes María átti góða innkomu af bekknum, fimmtán stig og fjögur fráköst. Myndir úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 24. október 2021 kl. 23:44

Keflavík og Njarðvík á góðri siglingu í Subway-deild kvenna

Grindavík tapaði fyrir Haukum

Suðurnesjaliðin þrjú léku öll í kvöld í Subway-deild kvenna í körfuknattleik. Keflavík vann Val og Njarðvík hafði betur gegn Breiðabliki, Grindavík þurfti hins vegar að láta í minni pokann gegn Haukum eftir kraftmikla byrjun.

Valur - Keflavík 64:84

(11:25, 23:21, 13:13, 17:25)

Keflvíkingar mættu ákveðnar til leiks á Hlíðarenda og tóku völdin strax í byrjun. Keflavík leiddi með fjórtán stigum eftir fyrsta leikhluta, næstu tveir voru mjög jafnir en Keflvíkingar gerðu út um leikinn í lokaleikhlutanum þar sem þær juku forskotið um átta stig. Tuttugu stiga sigur á Val sem höfðu unnið alla sína leiki.

Daniela Morillo var söm við sig og hæst í stigasöfnun Keflavíkur með 23 stig og ellefu fráköst. Annars lá mesti munurinn í frammistöðu af bekknum en Valur var með ellefu stig af bekknum á móti 26 stigum Keflavíkur, Agnes María Svansdóttir setti niður fimmtán stig og tók fjögur fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Daniela Wallen er búin að vera stöðug eftir að hún mætti til leiks, meðaltalið er 24 stig, 13,7 fráköst og fimm stoðsendingar.

Frammistaða Keflvíkinga: Daniela Wallen Morillo 23/11 fráköst, Tunde Kilin 15, Agnes María Svansdóttir 15/4 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 12, Eygló Kristín Óskarsdóttir 6/8 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 5, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 2/4 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 2, Hjördís Lilja Traustadóttir 2, Gígja Guðjónsdóttir 0, Eva María Davíðsdóttir 0.

Tölfræði leiks.


Breiðablik - Njarðvík 62:74

(23:21, 9:8, 12:22, 18:23)

Njarðvíkingar voru fljótar að jafna sig eftir tap gegn Val í síðustu umferð. Eftir jafnan fyrri hálfleik, þar sem Blikar náðu þriggja stiga forystu, gáfu þær grænklæddu í eftir hálfleiksræðuna og sigldu öruggum tólf stiga sigri í höfn.

Aliyah Collier var mögnuð með 22 stig, 27 fráköst og sex stoðsendingar. Diane Diéné kom næst með tólf stig og átta fráköst.

Collier var sterk undir körfunni og hirti 27 fráköst.

Frammistaða Njarðvíkinga: Aliyah A'taeya Collier 22/27 fráköst/6 stoðsendingar, Diane Diéné Oumou 12/8 fráköst, Lavína Joao Gomes De Silva 12/9 fráköst, Vilborg Jonsdottir 9/5 stoðsendingar, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 7, Eva María Lúðvíksdóttir 7, Kamilla Sól Viktorsdóttir 5, Júlía Rún Árnadóttir 0, Helena  Rafnsdóttir  0/4 fráköst, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.

Tölfræði leiks.


Grindavík - Haukar 50:84

(16:10, 6:26, 15:30, 13:18)

Grindvíkingar hófu leikinn gegn Haukum með miklu offorsi og höfðu sex stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta. Haukar tóku hins vegar öll völd á vellinum eftir það og Grindvíkingar náðu ekki að setja niður nema sex stig í öðrum leikhluta gegn 26 stigum gestanna sem kláruðu leikinn án teljandi vandræða.

Breidd Haukaliðsins hafði gríðarlega mikið að segja í leiknum en bekkurinn hjá þeim var með sjötíu stig á meðan byrjunarlið Grindvíkinga gerði 41 af 50 stigum liðsins.

Robbi Ryan og Edyta Fanzcyk gerðu sitt í leiknum, samtals 31 stig, en það vantaði að fleiri myndu stíga upp hjá Grindvíkingum.

Robbi Ryan (21) og Edyta Fanzcyk (4) voru allt í öllu hjá Grindavík. Ryan með sextán stig og tíu fráköst og Fanzcyk með fimmtán stig og níu fráköst.

Frammistaða Grindvíkinga: Robbi Ryan 16/10 fráköst, Edyta Ewa Falenzcyk 15/9 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 7, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 6/4 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 3/4 fráköst, Arna Sif Elíasdóttir 2, Hulda Björk Ólafsdóttir 1, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0.

Tölfræði leiks.