Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík og KR í sóttkví - leikjum frestað
Sunnudagur 27. september 2020 kl. 14:21

Keflavík og KR í sóttkví - leikjum frestað

Mótanefnd KKÍ hefur frestað tveimur leikjum í Domino‘s deild kvenna vegna faraldurs COVID-19, annars vegar leikjum Vals og KR sem átti að fara fram næsta þriðjudag og hins vegar leik Skallagríms og Keflavíkur sem settur var næsta miðvikudag. Þetta kemur til þar sem leikmannahópar Keflavíkur og KR eru í sóttkví. Ekki hefur verið tekin frekari ákvörðun um leiki þessara liða 3. október nk.

Jafnframt hefur nokkrum leikjum yngri flokka verið frestað vegna sóttkvíar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024