Keflavík og KR geta komist áfram í kvöld

Rannveig Kristín Randversdóttir leikmaður Keflavíkur meiddist á ökkla í fyrsta leik Keflavíkur og Hauka og lék ekkert með í öðrum leiknum að Ásvöllum. Búist er við því að hún reyni að hlaupa með Keflavík í kvöld en liðið hefur mátt sætta sig við töluverð áföll þennan veturinn og voru fyrir á meiðslalista þær Bryndís Guðmundsdóttir og Marín Rós Karlsdóttir og Svava Ósk Stefánsdóttir hefur ekkert leikið með þar sem hún er með barni.
Grindvíkingar hafa átt fá svör við grimmum varnarleik KR að undanförnu og hefur Hildur Sigurðardóttir, fyrrum leikmaður Grindavíkur, farið á kostum í báðum leikjunum gegn Grindavík í úrslitakeppninni.
VF-Mynd/ [email protected]– Birna Valgarðsdóttir hefur leikið gríðarvel fyrir Keflavík gegn Haukum í síðustu tveimur leikjum.