Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík og Grindavík unnu og héldu sér uppi
Laugardagur 1. október 2011 kl. 16:46

Keflavík og Grindavík unnu og héldu sér uppi

Keflvíkingar og Grindvíkingar sigruðu í lokaumferðinni í Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Keflavík sigraði Þór 2:1 á Nettóvellinum og Grindvíkingar unnu frábæran sigur í Eyjum 0:2.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Magnús Sverrir Þorsteinsson og Jóhann Birnir Guðmundsson skoruðu fyrir Keflavík í upphafi leiks en Þórsarar minnkuðu fljótlega muninn. Fleiri mörk voru ekki skoruð og Þórsarar urðu að bíta í það súra epli að falla í 1. deild.

Ólafur Örn Bjarnason kom Grindavík í 0:1 þegar tíu mín. voru til leiksloka og Magnús Björgvinsson gulltryggði þeim sigurinn með marki í ótrúlegum sigri Grindvíkinga í Eyjum.

Viðtöl úr Keflavík væntanleg á síðuna.

Efri mynd: Magnús Sverrir skorar fyrsta mark leiksins í Keflavík. Á neðri myndinni fagna Keflvíkingar í dag. VF/myndir: Páll Orri Pálsson.