Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík og Grindavík með sigra
Laugardagur 18. október 2008 kl. 19:54

Keflavík og Grindavík með sigra

Bæði Keflavík og Grindavík höfðu sigur í viðureignum sínum í annari umferð í Iceland Express deild kvenna sem fram fór í dag. Keflavík fór í heimsókn í Stykkishólm og hafði þar öruggan sigur, 57-90. Í Grafarvoginum tók Fjölnir á móti Grindavík. Grindvíkingar höfðu að lokum öruggan sigur, 60-92. Petrúnella Skúladóttir og Jovana Stefánsdóttir voru atkvæðamesta í liði Grindavíkur með 17 stig hvor. Önnur úrslit dagsins urðu að Hamar hafði betur gegn KR í DHL-höllinni, 65-76.

Hamar er með fullt hús stiga eftir tvo leiki, en Haukar og Valur mætast í lokaleik 2. umferðar á morgun. Keflavík og Grindavík hafa hlotið tvo stig hvort eftir tvo leiki. Næstu leikir þessara liða verða á miðvikudaginn. Þá tekur Keflavík á móti KR í Toyotahöllinni og á sama tíma tekur Grindavík á móti Val í Grindavík.



VF-MYND/JBÓ: Petrúnella Skúladóttir skoraði 17 stig fyrir Grindavík í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024