Keflavík og Grindavík mætast í kvennaboltanum
Í kvöld fara fram tveir knattspynuleikir í Reykjanesbæ sem Suðurnesjamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Á Nettóveliinum mætast í 1. deild kvenna, grannarnir Keflavík og Grindavík en leikurinn hefst klukkan 20:00.
Á Njarðtaksvellinum í Njarðvík taka Njarðvíkingar svo á móti Aftureldingu í 2. deild karla og hefst sá leikur klukkan 19:15.