Keflavík og Grindavík mætast í 32-liða úrslitum bikarsins
Nú rétt í þessu var dregið í 32-liða úrslit í bikarkeppni KSÍ. Keflavík og Grindavík mætast í miklum Suðurnesjaslag en liðin áttust við á dögunum þar sem Keflvíkingar höfðu 4-0 sigur. Hér að neðan má sjá leiki Suðurnesjaliðanna sem voru í pottinum.
32-liða úrslit:
Keflavík - Grindavík
Þróttur Vogum - Afturelding
Selfoss - Njarðvík
Dalvík/Reynir - Reynir Sandgerði