Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík og Grindavík leika úti í kvöld
Miðvikudagur 14. nóvember 2007 kl. 10:15

Keflavík og Grindavík leika úti í kvöld

Keflavík getur aukið forystu sína í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar þær mæta Hamri kl. 19:15 í Hveragerði. Þá mætast KR og Grindavík í DHL-Höllinni í Vesturbænum kl. 20:00.

 

Keflavík og Haukar hafa bæði 10 stig á toppi deildarinnar en Keflavík á leikinn gegn Hamri í kvöld til góða á Hauka. Með sigri færast Keflavíkurkonur upp í 12 stig en Haukar hafa 10 eftir sigra í fimm leikjum af sex.

 

Grindavík og KR eru jöfn í 3.-4. sæti deildarinnar bæði með 6 stig og því von á hörkuleik í Vesturbænum í kvöld.

 

Staðan í deildinni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024