Keflavík og Grindavík leika úti
 Tveir leikir fara fram í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Grindavíkurkonur mæta Breiðablik í Smáranum kl. 19:15. Með sigri getur Grindavík styrkt stöðu sína á toppnum enn fremur en þær eru eina taplausa liðið í deildinni.
Tveir leikir fara fram í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Grindavíkurkonur mæta Breiðablik í Smáranum kl. 19:15. Með sigri getur Grindavík styrkt stöðu sína á toppnum enn fremur en þær eru eina taplausa liðið í deildinni.Keflavík leikur á móti KR í DHL – Höllinni og hefst sá leikur einnig kl. 19:15. KR er í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig en Keflavík í því þriðja með 8 stig, jafnt Haukum, en eftir leik kvöldsins verða Keflavíkurkonur búnar að leika tveimur leikjum meira en Haukar.
Staðan í deildinni


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				