Keflavík og Grindavík Íslandsmeistarar í unglingaflokki
Grindvíkingar urðu um helgina Íslandsmeistarar í unglingaflokki karla í körfubolta, þegar þeir lögðu lið FSu nokkuð örugglega í úrslitaleiknum, 71:57 í Keflavík. Bakvörðurinn snjalli úr Grindavík Jón Axel Guðmundsson kvaddi Ísland með stórleik en hann skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og gaf sjö stöðsendingar á félaga sína. Jón Axel mun halda í háskólaboltann næsta haust.
Keflavík urðu Íslandsmeistari í unglingaflokki kvenna í ár eftir hörku leik gegn liði Hauka. Keflvíkingar fóru með tíu stiga sigur af hólmi, 51:41 eftir að hafa leitt í hálfleik með 15 stigum. Thelma Dís Ágústsdóttir úr Keflavík var maður leiksins en hún skoraði 10 stig og tók 11 fráköst.