Keflavík og Grindavík áfram í Bikarnum
Úrvalsdeildarliðin Keflavík og Grindavík eru komin áfram í sextán liða úrslit í Bikarkeppni KSÍ og Coca-Cola. Grindvíkingar unnu stórsigur á Boltafélagi Ísafjarðar, 8-0, á Ísafirði og Keflvíkingar báru sigurorð af Selfossi, 4-0, fyrir austan fjall.Njarðvíkingar tóku á móti Knattspyrnufélagi Akureyrar og biðu lægri hlut, töpuðu 1-3.