Keflavík og Grindavík á góðri siglingu
Keflavík og Grindavík eru á mikilli siglingu í Iceland Expressdeild karla, en bæði liðin unnu sína leiki í kvöld í 8. umferð mótsins.
Keflavík vann botnlið Hamars næsta auðveldlega þó lokatölur hafi verið 67-56. Þeir gerðu út um leikinn í 3. leikhluta og gátu leyft sér að nota unga og upprennandi leikmenn og slaka á á lokasprettinum.
Keflvíkingar eru, sem fyrr, á toppi deildarinnar, ósigraðir í 8 leikjum.
Þá hrósusðu Grindvíkingar sigri í Seljaskóla á öðru fallbaráttu liði, ÍR, og voru lokatölur þar 88-93.
Grindvíkingar fylgja Keflvíkingum eins og skugginn. Þeir eru í öðru sæti og hafa unnið sjö leiki í röð, allt frá því að þeir töpuðu gegn Keflvíkingum í fyrsta leik tímabilsins.
VF-mynd/Þorgils - Tommy Johnson treður í körfu Hamarsmanna
Keflavík vann botnlið Hamars næsta auðveldlega þó lokatölur hafi verið 67-56. Þeir gerðu út um leikinn í 3. leikhluta og gátu leyft sér að nota unga og upprennandi leikmenn og slaka á á lokasprettinum.
Keflvíkingar eru, sem fyrr, á toppi deildarinnar, ósigraðir í 8 leikjum.
Þá hrósusðu Grindvíkingar sigri í Seljaskóla á öðru fallbaráttu liði, ÍR, og voru lokatölur þar 88-93.
Grindvíkingar fylgja Keflvíkingum eins og skugginn. Þeir eru í öðru sæti og hafa unnið sjö leiki í röð, allt frá því að þeir töpuðu gegn Keflvíkingum í fyrsta leik tímabilsins.
VF-mynd/Þorgils - Tommy Johnson treður í körfu Hamarsmanna