Keflavík og Fram skildu jöfn
Bikarmeistarar Keflavíkur mættu Fram í Lengjubikarnum í knattspyrnu í gærkvöldi þar sem liðin skildu jöfn, 1-1. Keflvíkingar komust í 1-0 á 35. mínútu leiksins eftir hornspyrnu frá
Leikurinn sem fram fór í Egilshöll í Reykjavík var skemmtilegur áhorfs þar sem bæði lið áttu fín marktækifæri en mörkin
Ómar Jóhannsson, markvörður Keflavíkur, átti stórleik í markinu í gær en hann bjargaði sínum mönnum frá tapi er hann varði glæsilega teigskot frá Jónasi Grana Garðarssyni.
Eftir leik gærkvöldsins eru Keflvíkingar í 4. sæti í riðli 2 í A deild en þeir hafa 10 stig og mæta næst Fjölni í Reykjaneshöllinni þann 4. apríl kl. 18:00.
VF-mynd/ [email protected] - Ómar átti góðan leik með Keflavík í gærkvöldi.