Keflavík og Fram mætast í kvöld
Keflavík heimsækir Framara á Laugardalsvöll í kvöld í 19. umferð Pepsi-deildarinnar. Fyrir leikinn eru Keflvíkingar í 7.-8. sæti deildarinnar með 24 stig en Fram er í 5. sæti með 26 stig.
Jafnræði hefur verið með liðunum í gegnum árin. Keflavík hefur unnið 31 leik en Fram 25 og liðin hafa skilið jöfn 27 sinnum. Stærsti sigur Framara gegn Keflavík var 5-0 á síðasta ári. Keflavík hefur einnig átt stórsigra á Fram, síðast árið 2004 með markatölunni 6-1.
Liðin mættust fyrr í sumar í 8. umferð Pepsi-deildarinnar og gerðu þá 1-1 jafntefli á Njarðtaksvellinum í Njarðvík.