Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík og Fjölnir skildu jöfn
Fimmtudagur 5. apríl 2007 kl. 17:26

Keflavík og Fjölnir skildu jöfn

Bikarmeistarar Keflavíkur og Fjölnir gerðu 3-3 jafntefli í Lengjubikar karla í knattspyrnu í gærkvöldi en leikurinn fór fram í Reykjaneshöll. Fjölnismenn gerðu fyrsta mark leiksins á 6. mínútu. Keflvíkingar eru í 4. sæti með 11 stig í A deild Lengjubikarsins en þeir leika í riðli 2.

 

Símun Samuelsen jafnaði svo metin fyrir Keflavík í 1-1 á 24. mínútu og Guðjón Árni Antoníusson kom Keflavík í 2-1 með marki á 68. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar kom Hallgrímur Jónasson Keflavík í 3-1 og héldu þá margir að björninn væri unninn og þrjú stig í hús.

 

Svo gott reyndist það ekki vera fyrir Keflvíkinga þar sem Fjölnismenn gerðu tvö síðustu mörk leikins en þar var Pétur Georg Markan að verki með mörkum á 81. og 85. mínútu leiksins. Leikurinn í gær var jafnframt síðasti leikur Keflavíkur í Lengjubikarnum og ljóst að þeir komast ekki ofar en í fjórða sæti síns riðils þetta árið.

 

VF-myndir/ Ellert Grétarsson – [email protected] - Símun er á efri myndinni á fleygiferð en á þeirri neðri sést Hallgrímur í kunnuglegri stöðu, vörninni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024