Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík Norðurlandabikarmeistarar í körfuknattleik
Sunnudagur 26. september 2004 kl. 15:17

Keflavík Norðurlandabikarmeistarar í körfuknattleik

Rétt í þessu fengu Keflvíkingar afhentan Norðurlandameistarabikarinn eftir glæstan stórsigur á finnsku meisturunum Kouvot, 109-89. Anthony Glover var auk þess valinn besti leikmaður mótsins af mótshöldurum.
Sigurður Ingimundarson þjálfari var að vonum ánægður og sagði að liðið hefði leikið glimrandi körfubolta í dag, ekki síst í seinni hálfleik. Magnús Gunnarsson var frábær og Jón Nordal Hafsteinsson og Arnar F. Jónsson stóðu sig feikivel. Gunnar Einarsson átti stórleik og svo voru báðir Kanarnir afar öflugir í þessum leik. Annars stóðu allir leikmenn sig vel sagði þjálfarinn, við erum að verða tilbúnir í Evrópukeppnina, sagði hann að lokum.
Stig Keflavíkur skoruðu: Anthony Glover 32 stig, Jimmy 22, Jonni 15, Gunni E 14, Maggi 11, Arnar Freyr 9, Sævar 4 og Halldór 2.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024