Keflavík-Njarðvík: Risaslagur í bikarnum í kvöld
Keflvíkingar fá Njarðvíkinga í heimsókn
Boðið verður upp á grannaslag af bestu gerð í kvöld þegar Keflvíkingar og Njarðvíkingar eigast við í 8-liða úrslitum í bikarkeppni kvenna. Leikurinn fer fram í TM-Höllinni og hefst klukkan 19:15. Staða liðanna í deildinni en ólík, Keflvíkingar eru í toppbaráttunni, með 26 líkt og Haukar í 2. sæti, á meðan Njarðvíkingar dvelja á botni deildarinnar með 8 stig.
Í bikarleikjum sem þessum breytir staðan í deildinni hins vegar litlu og barist verður til síðustu sekúndu leiksins. Þegar þessi nágrannalið mætast er ávallt sérstök stemning og stoltið ekki síður í húfi en sæti í undanúrslitum.