Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík nálægt sigri í Vesturbænum
Mánudagur 25. ágúst 2008 kl. 10:28

Keflavík nálægt sigri í Vesturbænum

Keflvíkingar voru nálægt því að landa sigri á KR í Vesturbænum í gærkvöldi. Keflvíkingar lentu undir á 57. mínútu þegar Björgólfur Takefusa  fylgdi vel á eftir skoti Jónasar Guðna Sævarssonar. Við markið vöknuðu Keflvíkingar og Guðmundur Steinarsson jafnaði leikinn á 65. mínútu með góðu skoti eftir frekar dapran varnarleik hjá heimamönnum. Sömmu síðar voru Keflvíkingar komnir yfir þegar Jón Gunnar Eysteinsson skoraði gott mark.

Það var í uppbótartíma sem KR-ingar jöfnuðu metin. Guðjón Baldvinsson átti góðan skalla sem fór í Kenneth Gustafsson og í markið. Glæsilegt mark hjá KR en grátlegt fyrir Keflavík að hriða ekki öll þrjú stigin og kom sér vel fyrir á toppnum.



Jafntefli var kannski sanngjörn úrslit því Keflvíkingar voru langt frá sínu besta í fyrri hálfleik og hefði hæglega getað verið nokkrum mörkum undir ef KR hefði nýtt sín færi betur Ómar Jóhannsson sýndi enn einn stórleikinn í marki Keflavíkur og hélt þeim inn í leiknum á tímabili.

Keflvíkingar eru eftir sem áður, enn efstir í Landsbankadeild karla með 37 stig og hafa tveggja stiga forskot á FH. FH náði ótrúlegu jafntefli gegn Fjölni í gærkvöldi þrátt fyrir að vera þremur mörkum undir þegar 30 mínútur voru eftir af leiknum.

VF-MYND/Hilmar Bragi: Keflvíkingar voru ekki langt frá því að hirða öll stigin í Vesturbænum í gærkvöldi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024