Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík náði góðu stigi gegn FH en Grindavík lá í Kópavogi
Miðvikudagur 11. maí 2011 kl. 22:20

Keflavík náði góðu stigi gegn FH en Grindavík lá í Kópavogi



Grétar Ólafur Hjartarson var hetja Keflvíkinga en hann jafnaði leikinn gegn FH ífimm mínútum fyrir leikslok og urðu lokaúrslit 1-1 í Pepsi deildinni í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Nettó vellinum í Keflavík.

Matthías Vilhjálmsson náði forystu fyrir FH á 80. mínútu beint úr aukaspyrnu um 30 metra frá marki. Ómar markvörður Keflavíkur var ekki nógu vel staðsettur og náði ekki að verja. Stuttu síðar misstu Hafnfirðingar Viktor Örn Guðmundsson út af með tvö gul spjöld eftir fjör í vítateig þeirra. Keflvíkingar sóttu stíft að marki FH á lokakaflanum og uppskáru mark eftir hornspyrnu. Arnór Ingi Traustason skaut en Grétar Ólafur fékk hann hreinlega í fæturna og þaðan fór hann í markið en Grétar hafði komið inn á hjá Keflavík fimm mínútum áður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrri hálfleikur var jafn og Keflvíkingar voru mun ákveðnari í öllum aðgerðum á vellinum án þess þó að skapa sér alvöru færi. FH-ingar tóku hins vegar öll völd á vellinum í upphafi síðari hálfleiks og uppskáru mark á 80. mín. eins og fyrr segir. Það var mikil áfall fyrir heimamenn sem höfðu varist mjög vel og fengu FH-ingar nokkur hættuleg færi án þess að ná að klára þau.

„Ég er þokkalega ánægður með byrjunina í mótinu og sáttur með annað stigið í kvöld,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn. Videoviðtal við Willum er væntanlegt á vf.is.

Grindvíkingar töpuðu fyrir Breiðabliki í Kópavoginum 2-1 eftir að hafa náð forystu á 14. mín. Þeir misstu Guðmund A. Bjarnason út af með rautt spjald á 21. mín. og það reyndist dýrkeypt þegar uppi var staðið því Blikar skoruðu tvö mörk á síðustu þrettán mínútunum og tryggðu sér fyrstu stig ársins.

--