Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík mun betri í fyrri hálfleik
Laugardagur 30. september 2006 kl. 14:22

Keflavík mun betri í fyrri hálfleik

Keflvíkingar hafa 2-0 yfir gegn KR í úrslitaleik VISA bikarkeppninnar sem fram fer á Laugardalsvelli um þessar mundir. Guðjón Árni Antoníusson kom Keflavík í 1-0 á 21. mínútu og Baldur Sigurðsson  bætti við öðru markinu á 30. mínútu þegar boltinn barst til hans í teignum og hann dúndraði tuðrunni upp í þaknetið.

 

Á meðfylgjandi mynd, sem Þorgils Jónsson tók, sést hvar boltinn er á leiðinni í netið af kollinum á Guðjóni Árna Antoníussyni.

 

VF-mynd/ Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024