Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík meistarar meistaranna
Lið Keflavíkur ásamt þjálfurum/ mynd frá Facebook síðu karfan.is
Mánudagur 2. október 2017 kl. 09:47

Keflavík meistarar meistaranna

-Lögðu Skallagrím örugglega

Keflavík vann nokkuð öruggan sigur á Skallagrími 93-73 þegar liðin mættust í „Meistarar meistaranna“ í gærkvöldi. Keflavíkurstúlkur voru með yfirhöndina nánast allan leikinn og sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, í viðtali við karfan.is að hungrið væri enn til staðar og að liðið ætlaði sér alla þá titla sem í boði eru.

Stigahæstar hjá Keflavík voru þær Birna Valgerður Benónýsdóttir með 18 stig, Emelía Ósk Gunnarsdóttir með 18 stig og 4 fráköst, Brittanny Dinkins með 16 stig og 6 fráköst og Thelma Dís Ágústdóttir með 12 stig og 4 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík hefur leik í Domino’s deild kvenna miðvikudaginn 4. október næstkomandi en þá mæta þær Snæfelli á Stykkishólmi.