Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík með yfirburði í körfubolta stúlkna
Mánudagur 3. maí 2010 kl. 14:19

Keflavík með yfirburði í körfubolta stúlkna

Í síðasta leik Snæfell og Keflavíkur voru kvennaflokkar Keflavíkur heiðraðir fyrir leik. Stúlkurnar áttu svo svo sannarlega skilið þar sem að allir flokkarnir unnu þá titla sem í boði voru. Öll lið spiluðu samtals 92 leiki og tapaðist aðeins einn leikur. Líklega afrek sem verður seint leikið eftir.
6. 7. og 8. flokkur Keflavíkur urðu allir Íslandsmeistarar og 9. og 10 flokkur urðu bæði Íslands og Bikarmeistarar. Af þeim 92 leikjum sem þessir allir flokkar spiluðu var það aðeins 6. flokkur sem tapaði einum leik og það nokkuð óvænt. Afrek þetta er algerlega einstakt og vissulega björt framtíðin í kvennabolta Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024