Keflavík með tvo sigra á KFÍ
Keflavíkurstúlkur sigruðu KFÍ í 1.deild kvenna í körfu um helgina í tveimur leikjum. Fyrri leikinn vann Keflavík 89:57 og seinni leikinn 81:56 og urðu Keflvíkingar því í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig.Birna Valgarðsdóttir var best í báðum leikjunum og skoraði samtals 43 stig en Erla Þorsteins kom næst með 34 stig.