Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík með tvö lið á Haustmótum í hópfimleikum
Mynd: Fimleikadeild Keflavíkur
Miðvikudagur 23. nóvember 2016 kl. 14:58

Keflavík með tvö lið á Haustmótum í hópfimleikum

Fimleikadeild Keflavíkur sendi lið úr þriðja flokki, skipað stelpum á aldrinum 10-12 ára á Haustmót í hópfimleikum í Stjörnunni og höfnuðu þær í 12. sæti af 22 liðum. Margar þeirra voru að keppa á sínu fyrsta móti á vegum Fimleikasambands Íslands og stóðu sig með prýði. Á Haustmóti er liðum raðað niður í deildir fyrir komandi mót og mun lið þriðja flokks í Keflavík keppa í B deildinni eftir áramót.

Annar flokkur Keflavíkur keppti á Haustmóti á Akranesi en hann er skipaður stelpum á aldrinum 12-14 ára. Stelpurnar sýndu góðar æfingar sem skilaði þeim 5. sætinu af 14 liðum og munu þær keppa í A deildinni eftir áramót.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæði liðin fengu háar framkvæmdar einkunnir í stökkum, eða með þeim hæstu af öllum liðunum og sýndu öruggar og vel útfærðar æfingar. „Við í Keflavík leggjum mikla áherslu á góða tækni og öryggi. Stelpurnar sýndu það að krefjandi og heilbrigðar æfingar skila sér í góðum úrslitum og skemmtilegum degi,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Myndir: Fimleikafélag Keflavíkur