Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík með sýningu í sláturhúsinu
Mánudagur 17. janúar 2011 kl. 22:19

Keflavík með sýningu í sláturhúsinu

Það var stórsýning hjá Keflavíkurliðinu þegar það tók á móti liði Snæfells í Toyotahöllinni í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld. Leikgleði heimamanna var í fyrirrúmi og má segja að þeir hafi burstað topplið deildarinnar. Keflavík unnu leikinn með 23 stigum, 112-89.

Snæfell byrjaði leikinn af krafti og komst á 3 mínútu í 4-10. Ekki leið langur tími þar til Thomas Sanders og Hörður Axel komu Keflavík inní leikinn en báðir fengu dæmda villu á Snæfell ásamt því að setja 2 stig um leið. Snæfell gátu svo tekið yfirhöndina í leiknum þegar Þröstur Leó Jóhannsson fiskaði ruðning á Snæfell og leikar hnífjafnir. Thomas Sanders byrjaði leikinn glæsilega og var strax kominn með 9 stig eftir 8 mínútur en Shean Burton hafði ekki náð að koma sér nægilega vel inní leikinn sem var slæmt fyrir Gestina. Thomas Sanders var með 11 stig fyrir Keflavík í lok fyrsta fjórðungs og Pálmi Freyr Sigurgeirsson einnig með 11 stig fyrir Gestina.

Keflavík byrjaði annan leikhlutan mun betur og komst strax á þriðju mínútu í 4 stiga foryrstu, 37-33 en Þröstur Leó var með frábæra innkomu og setti níu stig fyrir Keflavík. Snæfell tók svo leikhlé og Keflavík búnir að yfirtaka leikinn 41-34 en Keflavík skoruðu 15 stig á móti 5 stigum Snæfells í 2 leikhluta og aðeins 14 mínútur liðnar af leiknum. Sean Burton fékk svo dæmda á sig tæknivillu vegna mótmæla og Keflavík að valta yfir leikinn. Fyrri hálfleikur endaði svo 62-44, Hörður Axel og Thomas Sanders með sýningu fyrir áhorfendur og mætti halda að þeir hafi spilað saman frá barnsaldri. Amaroso meiddi sig á ökkla í upphitun og spilaði aðeins rúmar 3 mínútur í fyrri hálfleik.
Í hálfleik var Thomas Sanders með 17stig, Hörður Axel Vilhjálmsson með 13 stig og 6 fráköst fyrir lið Keflavíkur. Pálmi Freyr Sigurjónsson var með 15 stig og Jón Ólafur Jónsson með 7 stig fyrir Snæfell.

Á 22. mínútu fékk Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur dæmda á sig tæknivillu fyrir mótmæli. Það fékk þó lítið á lið Keflavíkur en þegar 2 mínútur voru eftir að þriðja fjórðungi var Snæfell komið óþægilega nálægt og munaði aðeins 8 stigum, 79-71 þar sem varnarleikur Keflavíkur slaknaði verulega. Sean Burton var aðeins að stimpla sig inní leikinn en hann var með 9 stig í þriðja leikhluta en Jón Ólafur Jónsson allt í öllu fyrir Snæfell með 12 stig.

Á 35. mínútu kom Amaroso, leikmaður Snæfells loks inná en stoppaði stutt við. Keflavík var að gera út um leikinn og komnir með 20 stiga forskot og farnir að reyna sirkús körfurnar. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum kom Hafliði Már Brynjarsson, ungur og efnilegur leikmaður Keflavíkur inná og fékk að spreyta sig restina af leiknum. Thomas Sanders fór útaf í hans stað en hann var með 30 stig, frábær leikur hjá Sanders. Keflavík lék sér af liði Snæfells seinustu mínútuna og endaði leikurinn 112-89 og Keflavík að sýna einn besta leik félagsins í mörg ár.

Stigahæstur í leiknum var Thomas Sanders í liði Keflavíkur með 30 stig. Á eftir honum í liði Keflavíkur kom Hörður Axel Vilhjálmsson með 17 stig, Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 16 stig ásamt Þresti Leó Jóhannssyni en hann var einnig með 9 fráköst og með 11 stig var Jón Norðdal Hafsteinsson.

Stigahæstir hjá liði Snæfells var Jón Ólafur Jónsson með 28 stig og 13 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson með 20 stig og 7 fráköst og Sean Burton með 15 stig.

Dómarar leiksins voru Sigmundur Már Herbertsson og Davíð Kr. Hreiðarsson.

VF-Myndir/siggijóns - [email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hörður Axel Vilhjálmsson reynir að koma boltanum aftur í leik.

Thomas Sanders, nýr leikmaður Keflavíkur fór á kostum.

Þröstur Leó Jóhannsson átti frábæran leik fyrir Keflavík.

Jón Ólafur Jónsson var allt í öllu í liði Snæfells.

Sean Burton var ekki að finna sig í leiknum.