Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík með sigur í Garðabænum – Sanders eykur stigin
Fimmtudagur 20. janúar 2011 kl. 23:03

Keflavík með sigur í Garðabænum – Sanders eykur stigin

Keflavík sótti Stjörnuna heim í Iceland Express deild karla í kvöld og fór með sigur af hólmi. Keflavík situr því enn í 3. sæti deildarinnar með 20 stig en jafnir Keflavík eru KR sem fóru einnig með sigur í kvöld.

Keflavík byrjaði brösulega en náði sér aftur upp í öðrum leikhluta og leiddu með einu stigi 41-42. Strax í byrjun seinni hálfleiks fór hraðlestin í gang hjá Keflavík og stakk Stjörnuna af. Það munaði alls 17 stigum þegar 34 mínútur voru liðnar af leiknum en þá sóttu Garðbæingar að Keflavík og náðu að minnka muninn en það dugði ekki til. Leikurinn endaði 92-102 fyrir Keflavík en Justin Shouse gat ekki séð loka mínúturnar vegna tveggja ásetninga sem þýddi að hann var rekinn úr húsi.

Magnús Gunnarsson, oft kallaður Maggi „Gun“ er kominn heim má segja. Hann var sjóðandi heitur fyrir utan þriggjastiga línuna og setti 7 þrista og var með 26 stig í lok leiks. Thomas Sanders fór mikinn í leiknum eins og áður og setti 32 stig fyrir Keflavík en hann er alltaf að auka stigafjölda með hverjum leik sem hann spilar.

Stigahæstir í liði Keflavíkur voru Thomas Sanders með 32 stig, Magnús Gunnarsson með 26 stig, Hörður Axel Vilhjálmsson með 16 stig en hann var einnig með flestu fráköstin í sínu liði eða 9 stk.

Stigahæstir í liði Stjörnunnar voru Jovan Zdravevski með 24 stig og Renato Lindmets með 23 stig en hann var einnig með 9 fráköst.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Magnús Gunnarsson var heldur betur á skotskónum í kvöld en hann var með 21 stig fyrir utan þriggjastigalínuna.