Keflavík með sigur í æfingaleik
- Undirbúningur fyrir Pepsi er hafinn
Æfingaleikur Keflavíkur og Aftureldingar í knattspyrnu fór fram í Reykjaneshöllinni í gærkvöldi. Keflavík sigraði leikinn 3-1.
Undirbúningur fyrir Pepsi-deildina er nú í fullum gangi hjá Keflavík sem tryggði sér sæti í efstu deild í sumar.
Mörk Keflavíkur skoruðu Adam Árni Róbertsson skoraði tvö mörk fyrir Keflavík og Sindri Þór Guðmundsson skoraði eitt mark.