Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík með sigur á heimavelli
Föstudagur 6. október 2017 kl. 09:24

Keflavík með sigur á heimavelli

- Njarðvík með tap gegn KR

Keflavík mætti Val á heimavelli í gærkvöldi og endaði leikurinn með sigri Keflavíkur 117-86. Stigahæstu leikmenn Keflavíkur voru Cameron Forte með 25 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar, Magnús Már Traustason með 18 stig og Daði Lár Jónsson með 17 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar.

Njarðvík sótti Íslandsmeistara KR heim í Frostaskjól en Njarðvík tapaði leiknum 87-79. Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru Terrell Vinson 32 stig og 12 fráköst, Logi Gunnarsson 18 stig og Ragnar Helgi Friðriksson 7 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánar má lesa um leikina inn á karfan.is