Keflavík með pálmann í höndunum
Staðan er 2-0 Keflavík í vil í einvíginu gegn Haukum í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik. Liðin mættust í sínum öðrum leik að Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld þar sem Keflavík fór með góðan 85-96 sigur af hólmi eftir magnaðan síðari hálfleik.
Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki mætir KR eða Grindavík í úrslitum Íslandsmótsins en KR leiðir einvígið gegn Grindavík 2-0.
Á miðvikudag mætast svo Keflavík og Haukar í sínum þriðja leik kl. 19:15 í Toyotahöllinni í Keflavík og í DHL-Höllinni í Vesturbænum mætast KR og Grindavík. Á miðvikudag geta s.s. Keflavík og KR tryggt sig inn í úrslitin.
Nánar um leik Hauka og Keflavíkur síðar...