Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík með öruggan sigur á Njarðvík
Miðvikudagur 1. febrúar 2017 kl. 23:39

Keflavík með öruggan sigur á Njarðvík

-Og Grindavík steinlá gegn Val

Keflavík tók á móti grönnum sínum frá Njarðvík í Domino’s deild kvenna í kvöld og hafði auðveldan sigur, 84-55. Keflvíkingar mættu með baráttugleðina að vopni og voru erfiðar viðureignar. Staðan í hálfleik var 47-31. Í Grindavík tóku heimakonur á móti Val og steinlágu, 64-92. Grindvíkingar spiluðu án kana en ekki hefur fengist atvinnuleyfi fyrir leikmanninn. Hálfleikstölur voru 33-42.

Hér er leikurinn í myndum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík-Valur 64-92 (15-24, 18-18, 14-30, 17-20)
Tölfræði leiksins má finna hér.
Grindavík: Ingunn Embla Kristínardóttir 15/12 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 13/10 fráköst, Angela Björg Steingrímsdóttir 8, Vigdís María Þórhallsdóttir 6, Petrúnella Skúladóttir 6/4 fráköst, Hrund Skúladóttir 6, Lovísa Falsdóttir 4, Íris Sverrisdóttir 3, Ólöf Rún Óladóttir 3.
Valur: Mia Loyd 25/17 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 13, Dagbjört Samúelsdóttir 12/6 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 10, Guðbjörg Sverrisdóttir 10/7 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 10, Hallveig Jónsdóttir 7/5 fráköst, Elfa Falsdottir 3, Nína Jenný Kristjánsdóttir 2.
 

Keflavík-Njarðvík 84-55 (20-16, 27-15, 17-8, 20-16)
Tölfræði leiksins má finna hér.
Keflavík: Birna Valgerður Benónýsdóttir 20/4 varin skot, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12/4 fráköst, Ariana Moorer 11/6 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 8/8 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 6, Erna Hákonardóttir 6, Svanhvít Ósk Snorradóttir 5, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/10 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 4/9 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3.
Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 34/15 fráköst/3 varin skot, María Jónsdóttir 6, Ína María Einarsdóttir 5/4 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 4, Erna Freydís Traustadóttir 3, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 2/8 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 1, Björk Gunnarsdótir 0/4 fráköst.