Keflavík með fjórtán mörk

Keflavík mætti Sindra í Lengjubikar kvenna í gær í Reykjaneshöllinni. Keflavík gerði sér lítið fyrir og sigraði leikinn með fjórtán mörkum gegn einu.

Í hálfleik var staðan 6-1 fyrir Keflavík en Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk Keflavíkur á fyrstu átta mínútum leiksins en hún gerði þrennu í leiknum og Marín Rún Guðmundsdóttir gerði einnig þrennu í seinni hálfleik. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um riðilinn og leiki Keflavíkur á heimasíðu KSÍ.

Markaskorarar leiksins:

Keflavík 14 - 1 Sindri
1-0 Sveindís Jane Jónsdóttir ('6)
2-0 Sveindís Jane Jónsdóttir ('8)
3-0 Katla María Þórðardóttir ('30)
3-1 Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir ('34)
4-1 Sveindís Jane Jónsdóttir ('34)
5-1 Anita Lind Daníelsdóttir ('44)
6-1 Sophie Groff ('45)
7-1 Anita Lind Daníelsdóttir ('50)
8-1 Eva Lind Daníelsdóttir ('51)
9-1 Marín Rún Guðmundsdóttir ('53)
10-1 Marín Rún Guðmundsdóttir ('54)
11-1 Mairead Clare Fulton ('62)
12-1 Freyja Sól Kristinsdóttir ('71, sjálfsmark)
13-1 Marín Rún Guðmundsdóttir ('84)
14-1 Mairead Clare Fulton ('87)