Keflavík með annan fótinn í bikarúrslitum
Keflvíkingar eru komnir yfir gegn HK í undanúrslitaleik liðanna í bikarkeppni karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli. Staðan er 1-0 í hálfleik. Markið var gert á 12. mínútu og var um sjálfmark á ræða hjá einum varnarmanna HK eftir fyrirgjöf frá Scott Ramsey, leikmanni Keflavíkur. Ramsey sendi boltann inn á vítateiginn frá hægri kanti og í baráttu um boltann, þá hrökk hann af varnarmanni HK og í markið.
Leikurinn hefur verið bragðdaufur í fyrrihálfleik, en Keflvíkingar virðast hafa örugg tök á leiknum, að sögn útsendara Víkurfrétta á Laugardalsvelli.