Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflavík mætir Skallagrím í undanúrslitum
Mánudagur 20. mars 2017 kl. 09:46

Keflavík mætir Skallagrím í undanúrslitum

Snæfell deildarmeistari og úrslitakeppnin að hefjast

Keflvíkingar unnu öruggan sigur á Valskonum á meðan grannar þeirra úr Njarðvík og Grindavík þurftu að sætta sig við tap í Domino's deild kvenna í körfubolta um helgina. Þannig eru Keflvíkingar ennþá tveimur stigum á eftir Snæfellingum sem lögðu Grindvíkinga og tryggði sér um leið deildarmeistaratitilinn.

Toppliðin mætast á morgun þriðjudag í síðustu umferðinni, en Keflvíkingar heimsækja þá Snæfell fyrir vestan. Njarðvíkingar fá Hauka í heimsókn á meðan Grindvíkingar fara í Garðabæ og mæta Stjörnunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar mæta Skallagrím í undanúrslitum á meðan Snæfell berst við Stjörnuna en úrslitakeppnin hefst 28. mars. Liðin áttust við í bikarúrslitum fyrr í vetur en Keflvíkingar fóru þar sem sigur af hólmi.

Grindvíkingar eru sem fyrr á botni deildarinnar en Njarðvíkingar eru í sjötta sæti.

Tölfræðin úr síðustu leikjum

Grindavík-Snæfell 65-77 (22-19, 15-23, 14-15, 14-20)
Grindavík: Angela Marie Rodriguez 17/6 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 14/12 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 10, Íris Sverrisdóttir 9/6 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 6/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 6/8 fráköst, Hrund Skúladóttir 3, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Unnur Guðrún Þórarinsdóttir 0, Elísabet María Magnúsdóttir 0, Vigdís María Þórhallsdóttir 0.

Keflavík-Valur 99-75 (21-19, 22-21, 29-12, 27-23)
Keflavík: Birna Valgerður Benónýsdóttir 17/10 fráköst, Ariana Moorer 16/9 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 14/5 fráköst/5 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 12, Þóranna Kika Hodge-Carr 11/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7, Svanhvít Ósk Snorradóttir 5, Kamilla Sól Viktorsdóttir 4, Elsa Albertsdóttir 3, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 1.

Skallagrímur-Njarðvík 69-56 (15-17, 21-13, 13-14, 20-12)
Njarðvík: Erna Freydís Traustadóttir 15/4 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 12/5 fráköst, María Jónsdóttir 8/5 fráköst, Björk Gunnarsdótir 7/5 fráköst/5 stoðsendingar, Júlia Scheving Steindórsdóttir 7, Soffía Rún Skúladóttir 3/5 stoðsendingar, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 2, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0, Hulda Bergsteinsdóttir 0, Svala Sigurðadóttir 0.