Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík mætir KR í kvöld
Miðvikudagur 9. ágúst 2006 kl. 09:28

Keflavík mætir KR í kvöld

Fyrsti leikur 13. umferðar í Landsbankadeild karla er viðureign Keflavíkur og KR sem fram fer í vesturbænum í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 en umferðin klárast á morgun.

Keflvíkingar leika án þeirra Baldurs Sigurðssonar og Guðmundar Mete í kvöld en Baldur fékk eins leiks bann vegna gulra spjalda og Guðmundur fékk bann fyrir þátttöku sína í orðaskaki uppi á Skipaskaga í VISA bikarkeppninni.

Keflavík er í 3. sæti Landsbankadeildarinnar með 18 stig og geta náð 2. sæti með sigri í kvöld. KR er í 6. sæti deildarinnar með 16 stig.

Keflvíkingar höfðu 3-0 sigur á KR á Keflavíkurvelli þegar liðin mættust í fyrri leiknum í deildinni. Magnús Sverrir Þorsteinsson, Símun Samuelsen og Daniel Severino gerðu mörkin í þeim leik.

Í 1. deild kvenna heimsækir GRV lið Hauka að Ásvöllum og hefst leikurinn kl. 19:00.

 

VF-mynd/ Baldur leikur ekki með Keflvík í kvöld, hann er lengst til hægri á myndinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024