Keflavík mætir KR í bikarnum
Grindavík fær Völsung ytra - Njarðvík sækir Fylki heim
Dregið var í 32 liða úrslit Borgunarbikars karla í hádeginu í dag þar sem að þrjú Suðurnesjalið voru í pottinum. Stærstu tíðindin eru þau að Keflvíkingar mæta bikarmeisturum KR en liðin léku einmitt til úrslita um bikarinn í fyrra þar sem að KR hafði 2-1 sigur. Keflavík fær því tækifæri til að hefna fyrir þann leik en leikið verður á Nettóvellinum þann 3. júní.
1. deildar lið Grindavíkur þarf að ferðast norður til Húsavíkur og leika gegn 3. deildar liði Völsungs en sá leikur fer fram þann 2. júní.
Þá fá Njarðvíkingar, sem leika í 3. deild, það erfiða verkefni að sækja Pepsí deildar lið Fylkis heim í Árbæinn þann 3. júní.
Drátturinn í heild sinni lítur svona út:
	Stjarnan - Leiknir 
	Þór - Víkingur Ólafsvík 
	KA - Álftanes 
	Vatnaliljur - Afturelding 
	KV - Fram 
	Þróttur R - BÍ/Bolungarvík 
	Víkingur R - Höttur 
	Fylkir - Njarðvík 
	Léttir - ÍBV 
	FH - HK 
	Valur - Selfoss 
	Keflavík - KR 
	Fjarðabyggð - Kári 
	Völsungur - Grindavík 
	KFG - Breiðablik 
	ÍA - Fjölnir
	
	 


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				