Keflavík mætir KR í 8 liða úrslitum
Dregið í hádeginu um hvaða lið mætast í Powerade-bikarnum.
	Dregið var um það í hádeginu hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum karla og kvenna um Powerade-bikarinn. Karlalið Keflavíkur mætir KR og í kvennadeildinni mæta Grindvíkingar Haukum, Njarðvíkingar fá KR-inga í heimsókn og Keflavík tekur á móti Breiðablik. 
	Anna María Sveinsdóttir og Jón Otti drógu og niðurstöður voru á þessa leið:
	8-liða úrslit Poweradebikars karla
	Leikið 17.-19. janúar
	Valur/Snæfell - Tindastóll
	Skallagrímur - Fjölnir
	KR - Keflavík
	Hamar - Stjarnan
	8-liða úrslit Poweradebikars kvenna
	Leikið 17.-19. janúar 
	Grindavík - Haukar
	Njarðvík - KR 
	Snæfell - Valur eða FSu/Hamar
	Keflavík - Breiðablik

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				