Keflavík mætir Fylki í kvöld
Tveir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í kvöld. Fyrri leikur kvöldsins hefst kl. 19:15 þegar Keflavík tekur á móti Fylki en kl. 20:00 mætast FH og Valur á Laugardalsvelli. Takist Fylki að landa sigri í Keflavík í kvöld jafna þeir Keflvíkinga að stigum en Keflavík er í 2. sæti deildarinnar með 14 stig en Fylkir er í 5. sæti með 11 stig. FH trónir á toppi deildarinnar með 19 stig en Valsmenn eru í 3. sæti með 12 stig.
Keflavík og Fylkir mættust tvívegis í fyrra í Landsbankadeildinni og í fyrri deildarleik liðanna hafði Fylkir 2-1 sigur með mörkum frá Sævari Þór Gíslasyni en
VF-Mynd/ Guðmundur Steinarsson skoraði gegn Fylki á síðustu leiktíð. Það er vonandi fyrir Keflvíkinga að hann verði á skotskónum í kvöld.