Keflavík mætir Fylki á morgun
Keflavík mætir Fylkismönnum í 8-liða úrslitum deildarbikarsins í knattspyrnu á morgun, 1. maí en leikurinn fer fram á Iðavöllum kl. 16:00. Þá mætast Grindavík og Fram á Grindavíkurvelli sama dag kl. 19:00. Keflvíkingar tryggðu sér efsta sæti A-riðils með góðum 4-2 sigur á Þór á sumardaginn fyrsta. Magnús Þorsteinsson skoraði tvö markanna og þeir Hörður Sveinsson og Stefán Gíslason sitt markið hvor. Suðurnesjamenn eru hvattir til að kíkja á leikina enda eflaust um stórleiki að ræða þar sem Keflavík hefur m.a. farið mikinn í undanförnum leikjum og skorað mikið af mörkum. Þess má geta að í riðlakeppninni var Magnús Þorsteinsson næst markahæstur í A-riðli með 8 mörk og Þórarinn Kristjánsson kom þar rétt á eftir með 7 mörk.