Keflavík mætir Etzella á fimmtudag
Keflvíkingar halda erlendis á morgun til þess að leika gegn Etzella í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Etzella er frá Lúxemborg en leikur liðanna fer fram fimmtudaginn 14. júlí kl. 18:30 að staðartíma eða 16:30 að íslenskum tíma.
„Við vitum lítið sem ekkert um andstæðingana,“ sagði Kristinn Guðbrandsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, í samtali við Víkurfréttir í dag. „Við rennum tiltölulega blint í sjóinn en ég tel að við eigum góða möguleika. Það verða örugglega ekki stórar breytingar á liðinu frá FH leiknum. Aðalatriðið er að fá ekki á sig mark hið ytra, það er grunnhugsun okkar fyrir leikinn. Stemmningin er góð í hópnum og það er alltaf toppurinn að fá að spila Evrópuleiki þannig að þetta verður bara skemmtilegt hjá okkur,“ sagði Kristinn að lokum.
Heimasíða Evrópukeppninnar
VF-mynd/ frá leik Keflavíkur og Valsmanna fyrr í sumar