Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík mætir Breiðabliki kl. 17:15
Miðvikudagur 17. september 2008 kl. 13:01

Keflavík mætir Breiðabliki kl. 17:15

Krsitján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur í knattspyrnu, ritar pistil á heimasíðu Keflavíkur sem má lýsa sem óð til stuðningsmanna félagsins. Liðið leikur í kvöld gegn Breiðabliki á heimavelli og getur með sigri komið sér í vænlega stöðu um Íslandsmeistaratitlinn. Leikurinn hefst kl. 17:15.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Pistill Kristjáns er eftirfarandi:



Frábæru stuðningsmenn Keflavíkur!

Nú hafa strákarnir spilað sig í þá stöðu að gera keppnistímabilið að stórskemmtilegu tímabili.  Með dyggðri aðstoð ykkar, með öflugustu og skemmtilegustu stuðningssveit landsins í farabroddi, er þessi spennandi staða komin upp.  Hugsið ykkur, það eru einungis 12 dagar þar til mótinu lýkur, 3 leikir eftir, þrír!!!  Nú hefur ENGINN efni á því að missa af einni einustu mínútu það sem eftir er móts heldur þvert á móti, nú þurfa allir að bæta í.  Leikmenn eru einbeittir í því að bæta við sig þessa örfáu daga sem eftir eru af þessu móti og gera það sem eftirminnilegast.  Nú skora ég á stuðningsmenn að gera slíkt hið sama.  Nú er mikilvægt að mæta á völlinn og HAFA HÁTT.  Taka með sér á völlinn enn fleiri en áður og hvetja þá til þess að upplifa lokahnykkinn á rússíbanareiðinni sem keppnistímabilið hefur verið hjá okkur Keflvíkingum í ár!!!

Næsti leikur er heima á rennblautum Sparisjóðsvellinum í Keflavík á miðvikudaginn klukkan 17:15 gegn Breiðabliki.  Næsti leikur er ALLTAF mikilvægasti leikurinn í augum leikmannahópsins og það sama á að gilda fyrir stuðningsmenn.  Mikil, hávær og góð hvatning frá ykkur er ein af höfuðforsendum þess liðið nái upp sínum besta leik.  Leikmenn fara ávallt inn á völlinn til þess að skemmta sér við að spila fótbolta, skemmta þeim sem koma til þess að horfa á og hvetja okkur og það er skylda ykkar sem komið á völlinn að þið skemmtið ykkur líka.

Ég hlakka til að sjá alla stuðningsmenn Keflavíkurliðsins á næsta leik okkar þar sem þeir hvetja Keflavík til sigurs.

Bíð spenntur!

Kristján Guðmundsson,
þjálfari

VF-MYND/Eygló: Kristján Guðmundsson bíður spentur eftir leiknum í kvöld.