Keflavík mætir Breiðabliki á Nettó vellinum
Ungur markvörður spreytir sig í fyrsta sinn hjá Keflavík.
Keflavík og Breiðablik mætast í Pepsi-deildinni í dag kl. 16 á Nettó-vellinum í Keflavík. Fyrir leikinn er Keflavík í 9. sæti deildarinnar með 7 stig en Blikar eru í 4. sætinu með 17 stig. Keflavík skartar nýjum og ungum markverði, Bergsveini Magnússyni en hinn enski Preece er farinn.
„Okkar lið þarf auðvitað nauðsynlega á stigunum að halda og ættu vel að geta krækt í þau með góðum stuðningi,“ segir á heimasíðu Keflavíkur. Dómari leiksins verður Gunnar Jarl Jónsson, aðstoðardómarar hans verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Sebastian Stockbridge en eftirlitsmaður KSÍ er Guðmundur Sigurðsson. Þess má geta að Sebastian Stockbridge er enskur dómari sem starfar á nokkrum leikjum á Íslandi þessa dagana en það er liður í samstarfsverkefni knattspyrnusambanda Íslands og Englands. Stockbridge hefur verið að dæma í neðri deildum í Englandi en mun dæma í Championship-deildinni á næsta keppnistímabili en það er næst efsta deild þar í landi.
Keflavík og Breiðablik hafa leikið 48 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1971. Keflavík hefur unnið 22 leik og Breiðablik 15 en ellefu leikjum hefur lokið með jafntefli. Markatalan er 87-68 fyrir Keflavík. Stærsti sigur Keflavíkur í leikjum liðanna er 5-0 sigur árið 2006 en Breiðablik hefur þrisvar unnið 3-0. Fimm leikmenn í leikmannahópi Keflavíkur hafa skorað gegn Blikum í efstu deild; Jóhann Birnir Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson hafa gert tvö mörk og Hörður Sveinsson, Sigurbergur Elísson og Magnús Þórir Matthíasson hafa skorað eitt mark hver.
Keflavík og Breiðablik hafa leikið sjö leiki í næstefstu deild, fyrst árið 1957 og síðast árið 2003. Keflavík vann sex leikjanna en Breiðablik einn og markatalan er 25-6 fyrir Keflavík. Magnús Þorsteinsson skoraði þrjú mörk gegn Breiðabliki í B-deildinni árið 2003 og Hörður Sveinsson eitt.
Liðin hafa leikið sjö leiki í bikarkeppni KSÍ, þann fyrsta árið 1961 og þann síðasta árið 2009. Breiðablik hefur unnið fimm leiki en Keflavík tvo en markatalan er þó 17-12 fyrir Keflavík í bikarleikjum liðanna.
Síðasta sumar léku liðin tvívegis í Peps-deildinni. Keflavík vann fyrri leik liðanna sem fór fram á Kópavogsvelli. Lokatölur urðu 4-0 þar sem Sigurbergur Elísson, Jóhann Birnir Guðmundsson, Guðmundur Steinarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson gerðu mörkin. Blikar unnu seinni leikinn 3-2 í Keflavík en þar skoruðu Hörður Sveinsson og Rafn Markús Vilbergsson fyrir Keflavík en Kristinn Jónsson, Elfar Árni Aðalsteinsson og Nichlas Ronde gerðu mörk Breiðabliks.
Nokkrir leikmenn hafa leikið með báðum þessum liðum og má þar nefna Kristján Brooks, Kjartan Einarsson, Helga Bentsson og Sigurjón Kristjánsson.
Úrslit í leikjum Keflavíkur og Breiðabliks í Keflavík hafa orðið þessi undanfarin ár:
2012 | Keflavík - Breiðablik | 0-2 |
Hörður Sveinsson Rafn Markús Vilbergsson |
2011 | Keflavík - Breiðablik | 1-1 | Jóhann Birnir Guðmundsson |
2010 | Keflavík - Breiðablik | 0-2 | |
2009 | Keflavík - Breiðablik | 0-3 | |
2008 | Keflavík - Breiðablik | 3-1 |
Patrik Redo 2 Guðmundur Steinarsson |
2007 | Keflavík - Breiðablik | 0-3 | |
2006 | Keflavík - Breiðablik | 5-0 |
Stefán Örn Arnarson 2 Baldur Sigurðsson 2 Símun Samuelsen |
2001 | Keflavík - Breiðablik | 2-1 |
Þórarinn Kristjánsson Haukur Ingi Guðnason |
2000 | Keflavík - Breiðablik | 1-0 | Guðmundur Steinarsson |
1999 | Keflavík - Breiðablik | 2-1 | Kristján Brooks 2 |