Keflavík mætir botnliðinu
Keflavíkurkonur taka á móti botnliði FH í Landsbankadeild kvenna í kvöld kl. 19:15. Keflavík er í 6. sæti deildarinnar með 3 stig að loknum 4 leikjum. FH situr á botninum án stiga og með markatöluna 1:24.
Fyrirfram eru Keflvíkingar sigurstranglegri aðilinn en FH konur hungrar eftir sigri. Þrjú stig í kvöld myndu reynast Keflavík dýrmæt í baráttunni en fátt virðist koma í veg fyrir að Valur og Breiðablik stingi önnur lið af í deildinni.
Staðan í deildinni
Fyrirfram eru Keflvíkingar sigurstranglegri aðilinn en FH konur hungrar eftir sigri. Þrjú stig í kvöld myndu reynast Keflavík dýrmæt í baráttunni en fátt virðist koma í veg fyrir að Valur og Breiðablik stingi önnur lið af í deildinni.
Staðan í deildinni