Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík leikur til úrslita í Ljónagryfjunni
Darrel Lewis átti góðan leik gegn Snæfelli í undanúrslitum. Keflavík vann öruggan sigur og leikur til úrslita gegn KR. VF-mynd/karfan.is
Sunnudagur 29. september 2013 kl. 12:53

Keflavík leikur til úrslita í Ljónagryfjunni

Í dag fara fram báðir úrslitaleikirnir í Lengjubikarkeppninni í körfubolta en leikið er til úrslita í karla- og kvennaflokki. Báðir leikirnir fara fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Fyrri leikurinn er úrslitaviðureign Vals og Hauka í kvennafloki sem hefst kl. 17:00.
 
Úrslitaleikur karla hefst kl. 19:15 en þar eigast við Keflavík og KR. Keflavík rassskellti Snæfell í undanúrslitum en KR marði sigur á Íslandsmeisturum Grindavíkur. Báðir leikirnir verða í beinni netútsendingu hjá Sport TV.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024