Keflavík leikur í 8-liða úrslitum í kvöld
Í kvöld heldur knattspyrnulið Keflavíkur til Reykjavíkur þar sem þeir munu eiga við Fylki í Árbænum í 8-liða úrslitum Bikarkeppni KKÍ. Leikurinn hefst kl. 18.30
Viðureignin verður án efa spennandi, enda er ekki hægt að leika upp á jafntefli í bikarleikjum. Bæði lið hafa þar að auki ekki verið að sína sínar bestu hliðar að undanförnu og eru eflaust orðin hungruð í sigur.
Lið Fylkis er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar eftir að hafa verið á toppnum lengst framan af móti, en Keflavík er í sjötta sæti.
Keflvíkingar mátu lúta í gras í deildarleik liðanna fyrr í sumar og verða að standa sig mun betur í kvöld ef ekki á illa að fara. Þeir mæta til leiks með nýjan leikmann innanborðs, Mehmetali Dursun að nafni, sem á að styrkja hópinn eitthvað.