Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík leiðir í hálfleik
Miðvikudagur 16. apríl 2008 kl. 20:05

Keflavík leiðir í hálfleik

Staðan er 52-38 Keflavík í vil í oddaleiknum gegn ÍR sem nú fer fram í Toyotahöllinni í Keflavík. Heimamenn hafa verið mun sterkari framan af þar sem reynsluboltinn Gunnar Einarsson hefur verið líflegur í liði heimamanna ásamt Arnari Frey Jónssyni. Hjá ÍR hefur Nate Brown verið að draga vagninn.
 
Til þessa í leiknum hefur Hreggviður Magnússon ekki verið að bakka upp stóru orðin og er aðeins kominn með 3 stig í liði ÍR en vörn Keflavíkur er þétt fyrir og von á spennandi síðari hálfleik.
 
VF-Mynd/ [email protected]Gunnar Einarsson er að finna sig vel í leiknum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024