Bilakjarninn
Bilakjarninn

Íþróttir

Keflavík leiðir í hálfleik
Föstudagur 11. apríl 2008 kl. 20:07

Keflavík leiðir í hálfleik

Staðan er 51-37 fyrir Keflavík í hálfleik gegn ÍR í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Gunnar Einarsson setti niður flautukörfu fyrir Keflavík sem hafa verið mun sterkari í fyrri hálfleik.
 
Tommy Johnson byrjaði á bekknum hjá Keflavík og það hefur reitt kappann til reiði sem hefur verið afleitur undanfarið en er að leika af mikilli grimmd í kvöld og er kominn með 16 stig fyrir Keflavík. Hjá ÍR er Nate Brown kominn með 10 stig. Þá er Hreggviður Magnússon kominn með þrjár villur í liði ÍR.
 
 
VF-Mynd/ [email protected]Tommy er að vakna af værum blundi.
Bílakjarninn
Bílakjarninn