Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík lagði Hött
Hörður Axel VIlhjálmsson er óðum að finna sitt fyrra form eftir smávægileg meiðsli. Myndir úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 9. desember 2022 kl. 11:09

Keflavík lagði Hött

Keflvíkingar eru efstir í Subway-deild karla í körfuknattleik eftir sigur á Hetti í gær. Hattarmenn hófu leikinn með látum og höfðu ellefu stiga forskot að loknum fyrsta leikhluta en eftir það tóku Keflvíkingar leikinn yfir og höfðu að lokum öruggan sigur, 71:62.

Eric Ayala og Dominykas Milka fóru fyrir Keflavík, Ayala með átján stig og sex fráköst en Milka með sautján stig og ellefu fráköst, og þá voru fyrirliðinn Hörður Axel Vilhjálmsson og Halldór Garðarsson með átján stig samtals.

Keflavík og Valur eru bæði með sjö sigra og tvö töp en Breiðablik getur komist upp að hlið þeirra með sigri á Grindavík í kvöld. Grindavík tekur á móti Blikum klukkan 18:15 í Grindavík og Njarðvík, sem er í fimmta sæti, tekur á móti KR klukkan 20:15.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Dominykas Milka átti góðan leik.

Keflavík - Höttur 71:62

(8:19, 21:8, 20:16, 22:19)
Ayala var stigahæstur hjá Keflavík.

Keflavík: Eric Ayala 18/6 fráköst, Dominykas Milka 17/11 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 10, Horður Axel Vilhjalmsson 8/8 fráköst/5 stoðsendingar, David Okeke 6/5 fráköst, Igor Maric 5/7 fráköst, Magnús Pétursson 3, Jaka Brodnik 2, Ólafur Ingi Styrmisson 2, Valur Orri Valsson 0, Yngvi Freyr Óskarsson 0, Arnór Sveinsson 0.

Nánar um leikinn.