Keflavík lagði HK í Fótbolta.net mótinu
Keflavík vann í dag sigur á HK í A-riðli Fótbolta.net mótsins í Reykjaneshöllinni. Eftir sigurinn er Keflavík á toppi riðilsins með sex stig eftir þrjá leiki. Með sigrinum er ljóst að Keflvíkingar leika til úrslita íi mótinu næstu helgi.
Jóhann Birnir Guðmundsson kom Keflvíkingum yfir með marki úr vítaspyrnu en HK jöfnuðu metin skömmu síðar.
Magnús Þórir Matthíasson kom Keflvíkingum síðan yfir á nýjan leik úr aukaspyrnu, en boltinn hafði viðkomu í leikmanni HK á leið snni í netið.HK náðu að setja mark fyrir leikhlé og var staðan því 2-2 þegar flautað var til hálfleiks.
Í síðari hálfleik skoruðu Keflvíkingar hins vegar tvö mörk, en þar voru á ferðinni þeir Magnús Sverrir Þorsteinsson og Guðmundur Steinarsson. Lokatölur voru 4-2 Keflvíkingum í vil.
Frétt frá Fótbolta.net.